Sjö látnir og yfir 700 slasaðir í Taívan

Viðbragðsaðilar koma manni til bjargar sem var fastur í byggingu …
Viðbragðsaðilar koma manni til bjargar sem var fastur í byggingu sem eyðilagðist í jarðskjálftanum. AFP

Að minnsta kosti sjö eru látnir og yfir 700 slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir Taívan um eittleytið í nótt.

Tugir bygginga skemmdust og var flóðbylgjuviðvörun gefin út bæði í Taívan, Japan og á Filippseyjum áður en hún var síðar dregin til baka.

Ónýt bygging í Hualien í Taívan eftir skjálftann.
Ónýt bygging í Hualien í Taívan eftir skjálftann. AFP

Embættismenn segja skjálftann þann öflugasta í áratugi og vara við fleiri skjálftum í kjölfarið.

„Jarðskjálftinn er nálægt landi og grunnur. Hann hefur fundist víðsvegar um Taívan og á eyjum í nágrenninu,” sagði Wu Chien-fu, forstöðumaður jarðskjálftamiðstöðvar Taívans.

Leitað í húsarústum.
Leitað í húsarústum. AFP
AFP
Fólk í skrifstofubyggingu í höfuðborginni Taipei safnast saman í anddyrinu.
Fólk í skrifstofubyggingu í höfuðborginni Taipei safnast saman í anddyrinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert