Ísraelar opna leiðir fyrir hjálpargögn

Palestínumenn flýja sprengjur Ísraela í Gasaborg í síðasta mánuði.
Palestínumenn flýja sprengjur Ísraela í Gasaborg í síðasta mánuði. AFP

Ísraelar sögðust í morgun ætla að leyfa „tímabundinn” innflutning hjálpargagna á norðurhluta Gasasvæðisins þar sem hungursneyð er yfirvofandi. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Bandaríkjamenn varað við snarpri breytingu á stefnu sinni þegar kemur að stríði Ísraels gegn Hamas-samtökunum.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í hálftíma þar sem hann kom þeim skilaboðum á framfæri að stefna Bandaríkjanna gagnvart Ísrael væri háð verndun almennra borgara og hjálparstarfsmanna á Gasasvæðinu.

Palestínumenn bíða eftir mat í borginni Beit Lahia á Gasasvæðinu …
Palestínumenn bíða eftir mat í borginni Beit Lahia á Gasasvæðinu í febrúar. AFP

„Ísrael mun leyfa tímabundinn innflutning hjálpargagna” í gegnum höfnina Ashdod og Erez-svæðið, ásamt því sem aukinn innflutningur verður leyfður frá nágrannaríkinu Jórdaníu og landamærunum í Kerem Shalom, sagði skrifstofa Netanjahús í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert