Óttuðust að flugskeyti færi á loft

AFP

Danski sjó­her­inn sendi í gær viðvör­un til skipa á Stóra­belti um að hugs­an­lega myndu flug­skeyta­brot lenda í sjón­um á sigl­inga­leiðinni. Einnig voru send­ar viðvar­an­ir til flug­véla en um­ferð um Stóra­belt­is­brú var ekki stöðvuð.

Ástæða viðvör­un­ar­inn­ar var sú, að á heræf­ingu um borð í dönsku freigát­unni Niels Juel, sem er í höfn í Korsør á Sjálandi rétt sunn­an við Stóra­belt­is­brúna, var eld­flaug, sem notuð er til að skjóta Harpoon-flug­skeyti á loft, óvart ræst og ekki var hægt að slökkva á henni.

Sjó­her­inn tók fram að eng­in hætta væri á að flug­skeytið sjálft myndi springa en það gæti farið á loft og lent í sjón­um. Sér­fræðing­ar voru kallaðir til og und­ir kvöld var viðvör­un­inni aflétt.

Á mynd­inni sést Niels Juel í höfn í Korsør í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert