Franska lögreglan hefur handtekið bæjarstjóra Avallon eftir að 70 kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans.
Jamilah Habsaoui hefur verið bæjarstjóri Avallon frá árinu 2021.
Aðgerðin var hluti af lögreglurannsókn síðustu vikna á eiturlyfjasmygli í austurhluta bæjarins, að sögn saksóknarans Hugues de Phily.
Hann greindi frá því að lögregla hefði gert leit á heimili bæjarstjórans, í ráðhúsinu og í apóteki þar sem Habsaoui starfaði. Megnið af fíkniefnunum fannst á heimili hennar.
Tveir bræður bæjarstjórans voru einnig handteknir.
Að sögn Phily fann lögregla einnig tæplega kíló af kókaíni, sjö þúsund evrur í seðlum og um 20 gullstangir.