97 eru látnir eftir að heimagerðri ferju hvolfdi fyrir utan strendur Mósambík í gær. Farþegar á ferjunni töldu sig vera að flýja kólerufaraldur.
Ferjan, sem upphaflega var fiskibátur, var með 130 farþega um borð þegar hún lenti í vandræðum síðla dags á sunnudag. Ferjunni var stefnt á eyju í Nampula-héraði, að sögn heimamanna.
Flestir farþeganna voru að reyna að komast til meginlandsins eftir að misvísandi upplýsingum hafði verið dreift um að kólerufaraldur hefði brotist út. Vitað er að mörg börn eru meðal þeirra sem fórust.
Upphaflega var sagt að ferjan hefði sokkið þar sem hún hefði ekki haft burði til að ferja svo marga, en nánari skýringar leiddu í ljós að ferjunni hafði hvolft eftir að hafa fyllst af sjó.
Björgunarfólk fundu 12 á lífi úr slysinu og leita enn.
Mósambík er eitt fátækasta ríki heims og hefur kólera greinst í 15 þúsund sjúklingum frá því í október, og hafa um 32 látist á þeim tíma af völdum sjúkdómsins. Nampula-hérað hefur orðið verst fyrir barðinu á kólerunni.