Stórbrotnar myndir berast nú vestanhafs af almyrkvanum í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Deildarmyrkvi mun sjást Íslandi og nær hámarki klukkan 19.39.
Milljónir manns í Norður-Ameríku fylgdust með almyrkvanum. Forseti Mexíkó, Andres Manuel Lopez Obrador, heimsótti Sinaloa til að verða vitni að atburðinum og sagði hann ógleymanlegan.
Þá söfnuðustu þúsundir saman í Mexíkóborg til að fylgjast með.
Myrkvinn er í hámarki kl. 19.39 en sólin er þá aðeins tæplega 6 gráður yfir sjóndeildarhring, svo lágt á lofti að gæta þarf þess að háar byggingar eða tré skyggi ekki á.
Deildarmyrkvanum lýkur rétt fyrir sólsetur, klukkan 20.28. Við hámark hylur tunglið tæplega 47% sólar.
Margir í Bandaríkjunum hafa skipulagt viðburði eins og til dæmis brúðkaup á stöðum þar sem almyrkvinn nær hámarki.