Almyrkvaæði vestanhafs

Almyrkvinn myndaður í Fort Worth í Texas.
Almyrkvinn myndaður í Fort Worth í Texas. AFP/Getty Images/Ron Jenkins

Stórbrotnar myndir berast nú vestanhafs af almyrkvanum í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Deild­ar­myrkvi mun sjást Íslandi og nær hámarki klukkan 19.39.

Milljónir manns í Norður-Ameríku fylgdust með almyrkvanum. Forseti Mexíkó, Andres Manuel Lopez Obrador, heimsótti Sinaloa til að verða vitni að atburðinum og sagði hann ógleymanlegan. 

Þá söfnuðustu þúsundir saman í Mexíkóborg til að fylgjast með. 

Mynd tekin frá Niagra-fossum fyrr í kvöld.
Mynd tekin frá Niagra-fossum fyrr í kvöld. AFP/Angel Weiss

Nær hámarki klukkan 19.39

Myrkvinn er í há­marki kl. 19.39 en sól­in er þá aðeins tæp­lega 6 gráður yfir sjón­deild­ar­hring, svo lágt á lofti að gæta þarf þess að háar bygg­ing­ar eða tré skyggi ekki á.

Deild­ar­myrkv­an­um lýk­ur rétt fyr­ir sól­set­ur, klukk­an 20.28. Við há­mark hyl­ur tunglið tæp­lega 47% sól­ar.

Margir í Bandaríkjunum hafa skipulagt viðburði eins og til dæmis brúðkaup á stöðum þar sem almyrkvinn nær hámarki. 

Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseti horfir á almyrkvann.
Andres Manuel Lopez Obrador Mexíkóforseti horfir á almyrkvann. AFP/Rashide Frias
Fólk safnaðist saman hjá Niagara-fossum til að fylgjast með almyrkvanum.
Fólk safnaðist saman hjá Niagara-fossum til að fylgjast með almyrkvanum. AFP/Angela Weiss
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert