Falsað fé til sölu á hefðbundnum skrifstofutíma

Falsarar kalla 50 evru seðla „Maradonna,“ eftir argentínska knattspyrnumanninum sem …
Falsarar kalla 50 evru seðla „Maradonna,“ eftir argentínska knattspyrnumanninum sem gerði garðinn frægan í Napólí AFP

Lögreglan í Napólí réðist til aðgerða í dag gegn hópi peningafalsara og handtók um sextíu manns sem grunaðir eru um framleiðslu og sölu peningaseðla.

Comorra heitir mafían sem hefur alla glæpastarfsemi í Napólí undir hælnum. Hún þykir skara fram úr í framleiðslu falskra peningaseðla. Þeir sem hafa áhuga á slíkum viðskiptum þurfa þó að nálgast hið falska fé á hefðbundnum skrifstofutíma.

Fölsku seðlarnir fara svo áfram til Frakklands, Spánar og Grikklands, þar sem þeir rata í almenna umferð.

Hópurinn sem stöðvaður var í dag er grunaður um að hafa framleitt um tæpan milljarð króna, einkum 20, 50 og 100 evru seðla.

Mazzarella-gengið er alræmt fyrir peningafölsun í Napólí, en borgin sjálf hefur verið nefnd höfuðborg peningafalsaranna.

Virtu hefðbundinn skrifstofutíma

Að sögn lögreglunnar þá fóru viðskipti með falsaða peningaseðla fram á hefðbundnum skrifstofutíma, það er á milli kl. 9-17 virka daga, og fram til kl. 13 á sunnudögum.

Lögreglan sagði seðlana sem gerðir voru upptækir hafi verið í mismunandi flokkum, allt eftir gæðum litar og áferð pappírs.

50 evru seðla eru kallaðir Maradonna eftir argentínska knattspyrnumanninum sem gerði garðinn frægan í Napólí. Aðrir seðlar voru kenndir í höfuðið á brasilísku knattspyrnugoðsögninni Pele.

Meðal þeirra sem handtekin voru í dag voru handsömuð í íbúð í Napólí, sem nýttist bæði í framleiðslu og til þess að selja falsað fé. Þeirra á meðal voru franskir kaupendur sem höfðu rétt keypt falsað fé og ætluðu aftur heim til Frakklands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert