Helsti ráðgjafi Hisbollah sá sem ráðinn var af dögum

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, minnist Mohammad Reza Zahedi, sem lést …
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna, minnist Mohammad Reza Zahedi, sem lést í byrjun mánaðar. Skjáskot/irna.ir

Íranski hers­höfðing­inn, sem lést í loft­árás 1. apríl á sendi­ráð Írans í Dam­askus, átti sæti í Shura-ráði His­bollah-sam­tak­anna, sem stjórn­ar helstu aðgerðum þeirra.

Alls lét­ust sjö úr sveit­um ír­anskra bylt­ing­ar­varða þegar ráðist var á sendi­ráð Írans. Voru tveir hers­höfðingj­ar í þeirra hópi.

Ísra­el­ar sagðir bera ábyrgð

Einn af þeim sem féllu var Mohammad Reza Za­hedi, sem er hátt­sett­ur í Quds-sveit­un­um, en þær fara fyr­ir er­lend­um aðgerðum ír­anska bylt­ing­ar­varðsveit­anna.

Za­hedi var sá eini sem ekki var líb­ansk­ur í æðstaráði His­bollah-sveit­anna. Shura-ráðið er póli­tísk yf­ir­stjórn víga­sveit­anna, en þar er æðstur Hass­an Harallah. Nasrallah ávarpaði sveit­ir sín­ar í dag vegna loft­árás­anna.

Stjórn­völd í Sýr­landi og Íran hafa bæði sakað Ísra­ela um að bera ábyrgð á árás­inni.

Za­hedi hafði starfað lengi með His­bollah-sam­tök­un­um

Áður hef­ur verið haft eft­ir Nasrallah að His­bollah-sam­tök­in eigi Za­hedi mikið að þakka. Za­hedi „bjó með okk­ur í mörg ár, fjarri kast­ljós­inu og var þjón­usta hans við and­spyrnu­hreyf­ing­una í Líb­anon og víðar ómæld,“ sagði Nasrallah í sjón­varps­ávarpi á föstu­dag.

Za­hedi, sem var 63 ára þegar hann lést, hafði gegnt ýms­um áhrifa­stöðum inn­an ír­anska bylt­ing­ar­varðsveit­anna í nær fjóra ára­tugi. Telst hann hátt sett­asti yf­ir­maður í ír­anska hern­um til að vera drep­inn frá því að Banda­ríkja­menn drápu Qua­sem So­leimani hers­höfðingja í loft­árás á flug­völl­inn í Bagdad árið 2020. So­leimani fór fyr­ir Quds-sveit­un­um þegar hann féll.

Stjórn­völd í Teher­an hafa heitið því að svara fyr­ir árás­ina á sendi­ráðið. Alls lét­ust 16 manns í árás­inni og eru tveir al­menn­ir borg­ar­ar tald­ir í þeim hópi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert