Samningaviðræðum miðar vel áfram

Blaðamenn taka myndir af sjúkrahúsinu al-Salam í Khan Yunis.
Blaðamenn taka myndir af sjúkrahúsinu al-Salam í Khan Yunis. AFP

Samningaviðræðum í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, um vopnahlé á Gasasvæðinu og lausn gísla hefur miðað vel áfram.

Egypskur fjölmiðill greindi frá þessu, en rúmt ár er liðið síðan stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna hófst 7. október.

Ísraelar drógu í gær hersveitir sínar frá suðurhluta Gasasvæðisins og helstu borgarinnar þar, Khan Yunis. Fjöldi Palestínumanna gat í kjölfarið snúið aftur til síns heima.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, lagði þó áherslu á að markmið Ísraelshers væri að „undirbúa framtíðarverkefni…þar á meðal á Rafha” á egypsku landamærunum.

Benjamín Netanjahú.
Benjamín Netanjahú. AFP/Leo Correa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði jafnframt í gær að Ísrael væri „einu skrefi frá sigri”.

Þegar samningaviðræður um vopnahlé hófust aftur sagði Netanjahú ríkisstjórn sinni aftur á móti að Ísrael væri tilbúið í samning en bætti við að „það verður ekkert vopnahlé án þess að gíslarnir snúa aftur”.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert