Þriðji æðsti embættismaður Kína, Zhao Leji, mun heimsækja Norður-Kóreu í þessari viku.
Stjórnvöld landanna tveggja greindu frá þessu í dag. Tilefnið er diplómatísk samskipti þeirra til 75 ára.
Heimsóknin stendur yfir frá 11. til 13. apríl.
Kína er mikilvægasti bandamaður og efnahagslegi stuðningsaðili Norður-Kóreu. Samskipti landanna styrktust í Kóreustríðinu á sjötta áratug síðustu aldar.
Einungis forseti Kína, Xi Jinping, og forsætisráðherrann Li Qiang eru æðri embættismenn en Zhao.