Þrír synir leiðtoga Hamas drepnir

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir að 60 fjölskyldumeðlimir hans hafi …
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, segir að 60 fjölskyldumeðlimir hans hafi verið drepnir í stríðinu. AFP

Að minnsta kosti þrír synir og þrjú barnabörn Hamas-leiðtogans Ismail Haniyeh féllu í loftárás Ísraelshers á flóttamannabúðir í Gasa.

Haniyeh segir við fréttamiðilinn Al Jazeera að börn sín hafi verið að heimsækja ættingja í Shati-flóttamannabúðunum á norðurhluta Gasa þegar skotið hafi verið á þau.

„Það er enginn vafi á því að þessi glæpur óvinarins er knúinn áfram af anda hefndar og anda morða og blóðsúthellinga. Hann virðir enga staðla eða lög,“ segir Haniyeh og bætti því við að 60 manns í fjölskyldu hans hafi verið drepnir frá upphafi stríðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert