Rússar skutu yfir 40 flugskeytum og 40 árásardrónum í átt að Úkraínu í nótt og var þeim beint að „mikilvægum innviðum”, að sögn Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu.
„Í nótt skutu Rússar yfir 40 eldflaugum og 40 drónum í átt að Úkraínu,” sagði Selenskí á samfélagsmiðlinum X.
„Sumar eldflaugar og Shahed-drónar voru skotin niður. Því miður tókst það aðeins með hluta þeirra. Rússneskir hryðjuverkamenn hafa enn á ný beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum,” bætti hann við.