Stjórnvöld í Bandaríkjunum kalla eftir því að Íranar láti laust flutningaskip sem þeir tóku á sitt vald fyrr í dag.
Skipið er í eigu Breta en Íranar sögðu fyrr í dag að tengsl væru á milli skipsins og Ísraels.
„Við köllum eftir því að Íran sleppi skipinu og alþjóðlegri áhöfn þess tafarlaust,“ sagði talskona þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, Adrienne Watson.
„Að leggja hald á skip í almannaeigu án ögrunar er gróft brot á alþjóðalögum og sjórán af hálfu íranska byltingarvarðarins.“
Íranski byltingavörðurinn tók stjórn á skipinu fyrr í dag nærri Hormuz-sundi. 25 skipverjar eru um borð í skipinu sem er nú verið að sigla inn á íranskt yfirráðasvæði.
Ísraelsmenn segja þetta vera sjóræningjaaðgerð og biðla nú til Evrópusambandsins að skilgreina íranska byltingavörðinn sem hryðjuverkasamtök.
„Ég kalla eftir því að Evrópusambandið og frjálsi heimurinn skilgreini Íranska byltingarvörðinn sem hryðjuverkasamtök og grípi til refsiaðgerða gegn Íran,“ sagði Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
An informed source in the IRGC Navy confirmed the seizure of a foreign vessel affiliated with the Zionist regime in the Persian Gulf, near the Strait of Hormuz, adding that further details will be announced soon. pic.twitter.com/fw7YCGOb6A
— IRNA News Agency (@IrnaEnglish) April 13, 2024