Fimm látnir eftir árás í verslunarmiðstöð í Sydney

Vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Westfield Bondi Junction.
Vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Westfield Bondi Junction. AFP/David Gray

Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið eftir stunguárás í verslunarmiðstöð í Sydney í Ástralíu rétt fyrir klukkan 16 síðdegis að staðartíma, eða klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma.

Átta manns, þar á meðal eitt barn, voru flutt á bráðamóttöku eftir árásina. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Maðurinn stakk níu manns en að minnsta kosti fimm þeirra …
Maðurinn stakk níu manns en að minnsta kosti fimm þeirra eru látin. AFP/David Gray

Árásarmaðurinn skotinn til bana

Árásin átti sér stað í Westfield Bondi Junction verslunarmiðstöðinni í austurhluta Sydney síðdegis í dag að staðartíma, að því er ástralska ríkisútvarpið greinir frá.

Maður stakk níu manns í verslunarmiðstöðinni áður en lögregla skaut hann til bana.  

Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn af verki.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert