Níu mánaða barn særðist í árásinni – Sex látnir

Vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Westfield Bondi Junction.
Vopnaðir lögreglumenn fyrir utan verslunarmiðstöðina Westfield Bondi Junction. AFP

Lögreglan í Ástralíu segir að níu mánaða barn sé meðal særðra eftir stunguárásina sem varð í verslunarmiðstöð í áströlsku borginni Syndey í dag. Að minnsta kosti sex manns eru látnir. 

Árásin átti sér stað rétt fyr­ir klukk­an 16 síðdeg­is að staðar­tíma, eða klukk­an 6 í morg­un að ís­lensk­um tíma.

Maður­inn stakk níu manns. Í upphafi var greint frá því að fimm manns hefðu verið drepnir en einn til viðbótar lést á sjúkrahúsi og er fjöldi látinna því kominn í sex, að sögn lögreglunnar í New South Wales.

Útiloka ekki hryðjuverk

Árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglunni.

Átta manns, þar á meðal eitt barn, voru flutt á bráðamót­töku eft­ir árás­ina. Lög­regl­an úti­lok­ar ekki að um hryðju­verk hafi verið að ræða.

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagðist í yfirlýsingu harma árásina. Hann sagði að árásarmaðurinn sem nú er látinn væri talinn hafa verið einn að verki.

Að minnsta kosti sex manns eru látnir, en níu voru …
Að minnsta kosti sex manns eru látnir, en níu voru stungnir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert