Áströlsk lögreglukona er talin hafa unnið mikla hetjudáð þegar hún skaut mann til bana sem stakk fólk af handahófi í verslunarmiðstöð í Sydney.
Konan, sem var ekki á vakt, elti manninn uppi í verslunarmiðstöðinni og skaut hann eftir að hann gerði sig líklegan til að veita henni áverka.
Anthony Albenese, forsætisráðherra Ástralíu, segir ekki nokkurn vafa leika á því að lögreglukonan hafi bjargað mannslífum með inngripi sínu.
Átta fórnarlömb eru vistuð á sjúkrahúsi en sex eru látnir eftir árásina. Þar af eru fimm konur.
Sjónarvottur segir að maðurinn hafi verið á greiðum gangi í átt að honum þegar lögreglukonan skaut manninn. Því næst ýtti hún hnífnum í burtu áður en hún veitti árásarmanninum hjartahnoð.
Meðal hinna særðu er níu mánaða barn sem er í skurðaðgerð en móðir þess er meðal hinna látnu.
Ekkert hefur verið gefið upp hvað árásarmanninum gekk til og hvers vegna hann tók upp á ódæðinu.
Mikill mannfjöldi var samankominn í verslunarmiðstöðinni sem er ein sú vinsælasta í Ástralíu þegar árásin var gerð um miðjan dag. Langflestir reyndu að troða sér inn í verslunarrými þó einhverjir hafi reynt að stöðva árásarmanninn að sögn sjónarvotts.
Á myndböndum sem erlendir fréttamiðlar hafa birt má m.a. sjá árásarmanninn á hlaupum um ganga verslunarmiðstöðvarinnar.
🔞 At least 4 dead as a result of a knife attack in Australia
— Everything you need to know (@Everything65687) April 13, 2024
Australian TV reported that at least four people were killed in a shopping mall in Bondi Junction, a suburb of Sydney, and police are investigating the incident as a terrorist incident. pic.twitter.com/pK2nwNZdjD
BBC segir frá.