Bandaríkin taka ekki þátt í gagnárás

Strax að loknum loftárásum Írana tilkynntu ráðamenn þar í landi að frekari stríðsaðgerða væri ekki ekki að vænta úr þeim ranni gagnvart Ísrael. Ísraelsmenn leggja á ráðin um viðbrögð við árásinni. Bandaríkjamenn hafa tilkynnt um að þjóðin muni ekki taka þátt í beinni gagnárás. 

Samhliða hafa borist ítrekaðar yfirlýsingar frá Íran þar sem Ísraelar eru varaðir við því að svara í sömu mynt.

Veltu tafarlausri gagnrárás fyrir sér

Stríðsráðuneyti Ísraelsmanna hefur fundað í dag um viðbrögð við árásunum Benny Gantz, ráðherra í ráðuneytinu tilkynnti fyrir fund ráðsins að Íranar muni gjalda fyrir árásina. Harðlínumenn í Ísrael hafa kallað eftir tafarlausum viðbrögðum. Til umræðu kom í stax í kjölfar árásarinnar að Ísraelsmenn myndu beita gagnárás. Samtal Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael og Joe Biden Bandaríkjaforseta er sagt hafa leitt til þess að Ísraelsmenn létu kyrrt liggja að sinni. 

Munu veita fé til Ísrael  

Bandaríkjamenn hafa tilkynnt um að þeir hafi ekki í hyggju að leggja Ísraelsmönnum lið í gagnárás ef af henni verður.

Hins vegar er þegar farin af stað vinna í þinginu við að tryggja Ísaelsmönnum frekari fjárstuðning.

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun hitta leiðtoga G7 ríkjanna á fundi þar sem rædd verða viðbrögð við árásinni.

Greinendur segja að árás Írana hafi verið skipulögð þannig að valda mætti sem mestum skaða á hernaðarinnviðum en lágmarka dauðsföll.

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, og Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, og Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Brendan Smialowski
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert