Bandaríkin taka ekki þátt í gagnárás

00:00
00:00

Strax að lokn­um loft­árás­um Írana til­kynntu ráðamenn þar í landi að frek­ari stríðsaðgerða væri ekki ekki að vænta úr þeim ranni gagn­vart Ísra­el. Ísra­els­menn leggja á ráðin um viðbrögð við árás­inni. Banda­ríkja­menn hafa til­kynnt um að þjóðin muni ekki taka þátt í beinni gagnárás. 

Sam­hliða hafa borist ít­rekaðar yf­ir­lýs­ing­ar frá Íran þar sem Ísra­el­ar eru varaðir við því að svara í sömu mynt.

Veltu taf­ar­lausri gagn­rárás fyr­ir sér

Stríðsráðuneyti Ísra­els­manna hef­ur fundað í dag um viðbrögð við árás­un­um Benny Gantz, ráðherra í ráðuneyt­inu til­kynnti fyr­ir fund ráðsins að Íran­ar muni gjalda fyr­ir árás­ina. Harðlínu­menn í Ísra­el hafa kallað eft­ir taf­ar­laus­um viðbrögðum. Til umræðu kom í stax í kjöl­far árás­ar­inn­ar að Ísra­els­menn myndu beita gagnárás. Sam­tal Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el og Joe Biden Banda­ríkja­for­seta er sagt hafa leitt til þess að Ísra­els­menn létu kyrrt liggja að sinni. 

Munu veita fé til Ísra­el  

Banda­ríkja­menn hafa til­kynnt um að þeir hafi ekki í hyggju að leggja Ísra­els­mönn­um lið í gagnárás ef af henni verður.

Hins veg­ar er þegar far­in af stað vinna í þing­inu við að tryggja Ísa­els­mönn­um frek­ari fjár­stuðning.

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti mun hitta leiðtoga G7 ríkj­anna á fundi þar sem rædd verða viðbrögð við árás­inni.

Grein­end­ur segja að árás Írana hafi verið skipu­lögð þannig að valda mætti sem mest­um skaða á hernaðar­innviðum en lág­marka dauðsföll.

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú, og Joe Biden Bandaríkjaforseti.
For­sæt­is­ráðherra Ísra­els, Benja­mín Net­anja­hú, og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti. AFP/​Brend­an Smialowski
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert