Biden í klípu

Pólitísk örlög Joe Biden og Benjamin Netanjahú eru sögð samofin.
Pólitísk örlög Joe Biden og Benjamin Netanjahú eru sögð samofin. Samsett mynd/AFP

Árás Írana á Ísra­el set­ur Joe Biden Banda­ríkja­for­seta í snúna stöðu gagn­vart þjóð sinni og alþjóðasam­fé­lag­inu.

Biden hef­ur þegar komið þeim skila­boðum á fram­færi að hann styðji ekki gagnárás­araðgerðir Ísra­ela en á sama tíma telja harðlínu­menn vest­an­hafs sem og í Ísra­el ótækt að Íran­ar kom­ist upp með að beita slíkri árás án þess að henni sé svarað.

Biden milli steins og sleggju 

Fari svo að Ísra­els­menn svari árás­inni með eig­in árás kann það að líta illa út gagn­vart banda­rísk­um kjós­end­um. Að þeirra eig­in for­seti sé svo áhrifa­laus að banda­menn þjóðar­inn­ar fari gegn vilja hans. Slíkt hefði þótt óhugs­andi á árum áður. 

Haft er eft­ir ráðgjöf­um sem eru nærri for­set­an­um að Biden sé ekki viss um það hvar hann hafi Net­anja­hú hvað gagnárás varðar.

Biden er mikið í mun að átök­in stig­magn­ist ekki en sér­fræðing­ar hafa bent á að Net­anja­hú gæti freist­ast til að ráðast á Íran til beina sjón­um frá því hve litl­um ár­angri stríðsrekst­ur þeirra á Gasa­svæðinu er að skila. Enn hafa afar fáir gísl­ar sem Ham­as-liðar tóku í hryðju­verka­árás­inni 7. októ­ber skilað sér til baka á lífi. 

Skamm­góður verm­ir

Banda­ríkja­menn hafa þó þann ás upp í erm­inni að þeir eru helsti vopna­fram­leiðandi ísra­elska hers­ins og hafa í gegn­um tíðina séð Ísra­els­mönn­um fyr­ir helstu vopn­um af nýj­ustu gerð.

Biden hef­ur und­an­far­in miss­eri ekki verið eins staðfast­ur í að lýsa yfir ein­dregn­um stuðningi við Ísra­els­menn þegar kem­ur að hernaði á Gasa. Biden hef­ur hins veg­ar áréttað óskoraðan stuðning Banda­ríkja­manna við Ísra­el eft­ir árás Írana.

Er hann tal­inn hafa spilað rullu í því að Ísra­els­menn hafi ekki svarað árás Írans strax í dag.

Sér­fræðing­ar í mál­efn­um Mið-Aust­ur­landa telja hins veg­ar að það sé skamm­góður verm­ir og að all­ar lík­ur séu á því að Ísra­el­ar muni svara fyr­ir sig með ein­hverj­um hætti. Lík­lega með því að velja skot­mörk í Íran sem þykja hernaðarlega mik­il­væg.

Hafa sagt Biden veik­lynd­an

Verði það niðurstaðan þykir það tákn­rænn ósig­ur fyr­ir Biden fyr­ir kom­andi for­seta­kosn­ing­ar í nóv­em­ber.

And­stæðing­ur hans, Don­ald Trump, hef­ur leitt kór Re­públi­kana sem segja Biden veik­lynd­an þegar kem­ur að því að ná vilja Banda­ríkja­manna fram á alþjóðavett­vangi.

Þá hafa ung­ir kjós­end­ur á vinstri væng stjórn­mál­anna verið ósátt­ir við for­set­ann vegna þess hve illa hon­um hef­ur gengið að stöðva blóðsút­hell­ing­ar á Gasa­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert