Hafi upplýst um árásina með þriggja daga fyrirvara

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á blaðamannafundi í dag.
Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á blaðamannafundi í dag. AFP

Írönsk stjórn­völd upp­lýstu Banda­ríkja­menn og ná­granna­lönd sín um hefnd­arárás­ina gegn Ísra­el með þriggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara, að sögn ut­an­rík­is­ráðherra Írans.

„Við til­kynnt­um [...] Hvíta hús­inu með skila­boðum um að aðgerðin okk­ar myndi vera tak­mörkuð, lít­il og væri ætlað að refsa Ísra­elsku rík­is­stjórn­inni,“ sagði Hossein Amir-Abdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, á blaðamanna­fundi í dag.

Þetta hafi Íran­ir gert með 72 klukku­stunda fyr­ir­vara.

Íranski her­inn skaut fleiri en 300 árás­ar­drón­um og flug­skeyt­um að Ísra­el í for­dæma­laus­um árás­um í nótt. 12 eru særðir, að sögn tals­manns Ísra­els­hers.

Ísra­els­menn segja að árás­um Írana sé enn ekki lokið, þó Íran­ar segi svo vera. Ísra­les­her náði að miklu leyti að koma í veg fyr­ir árás­ina.

Beina spjót­um sín­um ekki að Banda­ríkja­mönn­um

Árás­in, sem var um­fangs­mik­il, var hugsuð sem hefnd­araðgerð vegna loft­árás­ar sem var gerð 1. apríl á ræðismanns­skrif­stofu Írans í Dam­askus í Sýr­landi. Íran­ar kenna Ísra­els­mönn­um um árás­ina.

„Við til­kynnt­um bræðrum okk­ar og vin­um á svæðinu, meðal ann­ars lönd­um sem hýsa banda­rísk­ar her­stöðvar, að aðgerðin okk­ar væri aðeins til þess að refsa Ísra­elsku rík­is­stjórn­inni,“ sagði hann enn frem­ur.

„Við leit­umst ekki eft­ir því að beina spjót­um okk­ar að Banda­ríkja­mönn­um eða banda­rísk­um her­stöðvum á svæðinu,“ bætti hann við en varaði einnig við því að Íran­ar gætu ráðist á banda­ríska her­innviði sem væru „að verja eða styðja“ Ísra­el.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert