„Hernaðaraðgerðinni er ekki lokið“

Yoav Gallant á blaðamannafundi í desember.
Yoav Gallant á blaðamannafundi í desember. AFP/Alberto Pizzoli

Ísra­els­menn segja að árás­um Írana sé enn ekki lokið, þó Íran­ar segi svo vera. Ísra­les­her náði að miklu leyti að koma í veg fyr­ir árás­ina.

Að minnsta kosti 12 eru særðir, að sögn Ísra­ela, eft­ir að ír­anski her­inn skaut fleiri en 300 árás­ar­dón­um og flug­skeyt­um að Ísra­el í for­dæma­laus­um árás­um í nótt. 

„Árás Írana var hindruð,“ sagði Daniel Hag­ari, talsmaður Ísra­els­hers, í sjón­varps­ávarpi í morg­un. Eng­in þeirra flygilda sem beint var að Ísra­el komst inn á ísra­elska loft­helgi að und­an­skild­um „fáum“ flug­skeyt­um, að hans sögn.

Verða að vera á var­bergi

Jóav Gall­ant, varn­ar­málaráðherra Ísra­els sagði í yf­ir­lýs­ingu: „Í sam­vinnu við Banda­rík­in og aðra banda­menn náðum við að vernda landsvæði Ísra­els­rík­is.“

Stjórn­völd um víða ver­öld hafa for­dæmt árás­ina. Íran­ar hafa nefnt árás­ina „heiðarlegt lof­orð“ og segja henni lokið.

Gall­ant bætti við: „Hernaðaraðgerðinni er ekki lokið – við verðum að vera á var­bergi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert