Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael sem átti sér stað í gærkvöldi og í nótt. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á X.
„Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að sýna aðhald til að koma í veg fyrir að ástandið stigmagnist enn frekar, en það er þegar gífurlega alvarlegt á svæðinu,“ segir í færslu Þórdísar Kolbrúnar.
Iceland condemns Iran's attack on Israel. It is as important as ever to show restraint to prevent further escalation of an already extremely serious situation in the region.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) April 14, 2024