Ísraelski herinn jafnaði tveggja hæða bygginu við jörðu í austurhluta Líbanon í dag. AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir heimildarmanni innan Hisbollah samtakanna.
Byggingin var í eigu Hisbollah en ekkert mannfall varð vegna árásarinnar. Ríkismiðill Líbanon segir að loftárás hafi eyðilagt byggingu í þorpinu Nabi Sheet.
Íranski herinn skaut fleiri en 300 árásardrónum og flugskeytum að Ísrael í fordæmalausum árásum í nótt.