Ísraelar jöfnuðu byggingu Hisbollah við jörðu

Rústir byggingarinnar í Líbanon sem varð fyrir loftárás Ísraelshers í …
Rústir byggingarinnar í Líbanon sem varð fyrir loftárás Ísraelshers í dag. AFP

Ísra­elski her­inn jafnaði tveggja hæða bygg­inu við jörðu í aust­ur­hluta Líb­anon í dag. AFP-frétta­veit­an hef­ur þetta eft­ir heim­ild­ar­manni inn­an His­bollah sam­tak­anna.

Bygg­ing­in var í eigu His­bollah en ekk­ert mann­fall varð vegna árás­ar­inn­ar. Rík­is­miðill Líb­anon seg­ir að loft­árás hafi eyðilagt bygg­ingu í þorp­inu Nabi Sheet.

Íranski her­inn skaut fleiri en 300 árás­ar­drón­um og flug­skeyt­um að Ísra­el í for­dæma­laus­um árás­um í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert