Leiðtogar G7-ríkjanna funda vegna árásarinnar

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. AFP/Alberto Pizzoli

Leiðtog­ar G7-ríkj­anna munu funda í gegn­um fjar­fund­ar­búnað í dag til þess að ræða árás­ir Írans á Ísra­el.

Frá þessu grein­ir for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, Gi­orgia Meloni. Jafn­framt for­dæm­ir hún árás­ina og sagðist ótt­ast frek­ari óstöðug­leika á svæðinu.

Örygg­is­ráðið fund­ar í kvöld

Í gær­kvöldi boðaði ör­ygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna til neyðar­fund­ar vegna árás­ar­inn­ar. Fund­ur­inn fer fram klukk­an 20 í kvöld, að ís­lensk­um tíma.

Fund­ur­inn var boðaður að beiðni Ísra­els.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert