Neyðarfundur boðaður í öryggisráði SÞ

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á neyðarfundi á morgun vegna …
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda á neyðarfundi á morgun vegna stöðunnar sem upp er komin eftir árás Íran á Ísrael. Myndin er frá fyrri fundi öryggisráðsins. AFP/Angela Weiss

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur boðað til neyðarfundar á morgun, sunnudag, vegna árásar Íran á Ísrael. Þetta staðfestir talsmaður forseta öryggisráðsins við AFP fréttaveituna.

Fundurinn fer fram á morgun klukkan 20.00 að íslenskum tíma, en fundurinn er boðaður að beiðni Ísrael.

Fyrr í kvöld sendi Íran á loft um 200 dróna og eldflaugar sem beint var að Ísrael.

Samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher, Bandaríkjaher og flugher Jórdaníu var meirihluti þessara dróna og eldflauga skotinn niður áður en hann hæfði skotmörk sín í Ísrael. Ein­hverj­ar sprengj­ur lentu þó inn­an landa­mæra Ísra­els og sagði talsmaður ísra­elska hers­ins að minni­hátt­ar skemmd­ir hefðu orðið eft­ir árás­ina.

Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, mun síðar í kvöld ræða við Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, í síma. Biden fundaði fyrr í kvöld með öryggisráði sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert