„Stríð Ísraels og Írans yrði strategískt stríð“

00:00
00:00

Al­bert Jóns­son, sér­fræðing­ur í alþjóðamál­um og fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Rússlandi, seg­ir að Ísra­el þurfi með ein­hverj­um hætti að bregðast við þeirri for­dæma­lausu árás sem Íran­ar gerðu í nótt. 

„Þetta eru mik­il tíma­mót,“ seg­ir Al­bert í sam­tali við mbl.is og bend­ir á að árás­in sé hluti af stig­mögn­un stríðsins á Gasa, sem hófst með hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el, þann 7. októ­ber. Hann legg­ur samt áherslu á að Íran og Ísra­el hafi lengi átt í deil­um hvort við annað, burt­séð frá stríðinu á Gasa­strönd­inni. 

Íranski her­inn skaut 300 árás­ar­drón­um og flug­skeyt­um að Ísra­el í for­dæma­laus­um árás­um í nótt. 

Albert Jósson, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Rússlandi. Yoav Gallant, utanríkisráðherra …
Al­bert Jós­son, fyrr­ver­andi sendi­herra Íslands í Rússlandi. Yoav Gall­ant, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, og Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els.

Til­vistarógn fyr­ir Ísra­el

„Nú er beðið eft­ir viðbrögðum ísra­elskra stjórn­valda. Þau munu, að mínu mati, bregðast við með ein­hverj­um hernaðarleg­um hætti.“

„Það sem gerðist í nótt var stór­felld árás frá Íran, í fyrsta sinn að mér skilst sem er gerð bein árás á Ísra­el þaðan. Hún kem­ur líka frá landsvæðum banda­manna Írana í Sýr­landi og Írak,“ út­skýr­ir Al­bert.

Hann seg­ir að óháð hernaðarleg­um ár­angri árás­ar­inn­ar, sem var lít­ill, stafi Ísra­el „til­vistarógn“ frá Írön­um. Al­bert vænt­ir þess samt að alþjóðasam­fé­lagið krefji Ísra­el um að stilla viðbrögðum í hóf.

Má ekki gera allt inni í sendi­ráðinu sínu

Árás­in var ekki gerð upp úr þurru, held­ur var hún móti hefnd­araðgerð vegna loft­árás­ar sem var gerð 1. apríl á ræðismanns­skrif­stofu Íran í Dam­askus í Sýr­landi. Íran­ar kenna Ísra­el um árás­ina.

Al­bert tel­ur árás á ræðis­skrif­stof­una ekki endi­lega jafn­gilda árás á sjálft ríkið.

Tveir hátt­sett­ir hers­höfðingj­ar ír­önsku bylt­ing­ar­varðanna voru felld­ir í árás­inni. Sú árás var hernaðaraðgerð, að sögn Al­berts:

„Svo eru ákveðin norm. Þú get­ur ekki gert hvað sem þér sýn­ist inni í sendi­ráðinu þínu og haft þar hers­höfðingja sem eru bein­lín­is að vinna að árás­um á önn­ur ríki.“

Hann held­ur áfram:

„Þetta teng­ist His­bollah, hryðju­verka­sam­tök­um í Líb­anon, sem eru starf­andi þar og líka í Sýr­landi. Og His­bollah eru verk­færi ír­anskra stjórn­valda, starfa með stuðningi Írana.“

Útséð um hvort Banda­rík­in sker­ist inn í leik­inn

Al­bert tel­ur einnig ólík­legt að Banda­rík­in bland­ist frek­ar inn í átök­in, enda hef­ur Banda­ríkja­for­seti lýst því yfir að sú sé ekki ætl­un­in.

„Það er allt annað mál að taka þátt í að verja Ísra­el, sem þeir munu hafa gert í nótt, og Bret­ar líka […]. En að ráðast á Íran með Ísra­el er allt ann­ar hand­legg­ur,“ bæt­ir hann við.

„Þau verða, að mínu mati, að bregðast við með einhverjum …
„Þau verða, að mínu mati, að bregðast við með ein­hverj­um hætti,“ seg­ir Al­bert Jóns­son, sér­fræðing­ur í alþjóðamál­um. mbl.is/​Hall­ur Már

Átök­in yrðu strategísk

„Þetta eru nátt­úru­lega ger­ólík átök,“ seg­ir Al­bert og á þar ann­ars veg­ar við um stríðið á Gasa og hins veg­ar lík­leg átök á milli Ísra­els og Írans.

„Stríð Ísra­els og Írans yrði strategískt stríð, sem átök­in á Gasa eru ekki, þó þau skipti auðvitað feiki­lega miklu máli frá sjón­ar­hóli Ísra­els – að svara fyr­ir árás­ina 7. októ­ber,“ bæt­ir hann við.

Ham­as-víga­menn drápu um 1.140 manns í hryðju­árás­inni þann 7. októ­ber og tóku á þriðja hundrað manns í gísl­ingu. Í hefnd­araðgerðum sín­um hef­ur Ísra­els­her drepið rúm­lega 33 þúsund Palestínu­menn, að sögn heil­brigðis­yf­ir­valda á Gasa.

Biden Bandaríkjaforseti varaði Írana við því að Bandaríkin myndu verja …
Biden Banda­ríkja­for­seti varaði Írana við því að Banda­rík­in myndu verja Ísra­el fyr­ir árás­um. AFP/​Mandel Ngan
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert