Bandaríkin munu halda áfram að verja Ísrael

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Ant­ony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir Banda­rík­in ekki vilja koma í veg fyr­ir stig­mögn­un í sam­skipt­um sín­um við Íran en legg­ur áherslu á að ríkið muni áfram verja Ísra­el eft­ir árás Írans.

Aðgerðir Írans for­dæma­laus­ar

„Við leit­umst ekki eft­ir stig­mögn­un, en við mun­um halda áfram að styðja varn­ir Ísra­els og vernda starfs­fólk okk­ar á svæðinu,“ sagði Blin­ken í dag áður en hann fundaði með Mohammed Ali Tamim, aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Íraks.

Blin­ken sagði árás helgar­inn­ar hafa sýnt að Ísra­el þurfi ekki og muni ekki þurfa að standa eitt þegar kem­ur að því að verja sig fyr­ir árás­um. Þá bætti hann við að aðgerðir Írans væru „for­dæma­laus­ar“.

Íran sendi 300 flug­skeyti og dróna á landsvæði Ísra­els á laug­ar­dags­kvöld. Var árás­in viðbragð við ólög­legri árás á ræðis­skrif­stofu Írans í Sýr­landi.

Flest skeyt­in voru skot­in niður, með aðstoð Banda­ríkj­anna, Jórdan­íu og annarra banda­manna, áður en þau komust til Ísra­el. 

Hafa áhyggj­ur af frek­ari átök­um á svæðinu

Blin­ken kveðst hafa tekið þátt í mikl­um viðræðum síðustu 36 klukku­stund­ir til að sam­ræma diplóma­tísk viðbrögð með það að mark­miði að koma í veg fyr­ir að ástandið á svæðinu versni. 

Hann hef­ur einkum rætt við starfs­bræður sína í Egyptalandi, Sádi-Ar­ab­íu, Jórdan­íu, Tyrklandi, Bretlandi og Þýskalandi, að sögn banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Fyr­ir fund­inn sagði aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Írak rík­is­stjórn sína hafa áhyggj­ur af því að svæðið gæti „dreg­ist inn í víðtæk­ara stríð sem muni ógna alþjóðlegu ör­yggi“. Þá hvatti hann alla aðila til að sýna still­ingu.

Joe Biden mun funda með Mohamed Shia al-Súd­ani, for­sæt­is­ráðherra Íraks, í Hvíta hús­inu seinna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert