Beðið eftir svari Ísraels

Ísraelsk herþota bíður hér átekta á herflugvelli í Ísrael, en …
Ísraelsk herþota bíður hér átekta á herflugvelli í Ísrael, en flugherinn tók virkan þátt í að skjóta niður sjálfseyðingardróna í loftárás Írana á laugardagskvöld. Óvissa ríkir um hvernig Ísraelsher muni svara árásinni. AFP/Ísraelsher

Talið er nær ör­uggt að Ísra­els­menn muni svara loft­árás­inni miklu sem Íran­ar fram­kvæmdu á laug­ar­dags­kvöld, og mun Ísra­els­her þegar hafa minnst tvær hernaðaráætlan­ir til­bún­ar, eina þar sem farið er yfir mögu­leg­ar sókn­araðgerðir, og aðra þar sem hugað er að vörn­um gegn frek­ari árás­um frá Íran.

Mik­il óvissa rík­ir hins veg­ar um það hvernig svar Ísra­els­manna verður og hvenær, en vest­ræn­ir hernaðarsér­fræðing­ar segja þá hafa ýmsa val­kosti í stöðunni. Ísra­els­menn muni þó einnig þurfa að hafa í huga að frek­ari hernaðaraðgerðum af þeirra hálfu gæti fylgt auk­in hætta á því að alls­herj­ar­stríð brjót­ist út á milli ríkj­anna tveggja.

Þá hafa helstu banda­menn Ísra­els einnig hvatt til þess að Ísra­el­ar haldi að sér hönd­um í ljósi þess að mik­il ólga rík­ir nú í Mið-Aust­ur­lönd­um vegna stríðsins á Gasa­svæðinu. Banda­ríkja­stjórn lýsti því t.d. sér­stak­lega yfir í gær að hún myndi ekki taka þátt ef Ísra­el­ar ákvæðu að ráðast á Íran. Banda­ríkja­menn ætla sér þó að reyna að refsa Írön­um með öðrum hætti fyr­ir árás­ina, og má eiga von á því að hún grípi m.a. til viðskiptaþving­ana gegn Íran á næstu dög­um.

Einnig er talið lík­legt að Banda­rík­in, Bret­land og Frakk­land muni áfram verja Ísra­el fyr­ir frek­ari árás­um frá Íran og lepp­um þeirra í Mið-Aust­ur­lönd­um, en banda­rísk­ar orr­ustuþotur skutu niður um 70 ír­anska sjálfs­eyðing­ar­dróna í árás­inni í fyrra­kvöld.

Mál­inu „lokið“ af hálfu Írana

Klerka­stjórn­in sjálf reyndi svo að letja Ísra­els­menn frá frek­ari árás­um í gær, en hún lýsti því meðal ann­ars yfir að árás­in hefði verið rétt­mæt sjálfs­vörn af þeirra hálfu vegna árás­ar Ísra­els­hers á ræðismanns­bú­stað Írans í Dam­askus 1. apríl. Sögðu tals­menn klerka­stjórn­ar­inn­ar jafn­framt að með árás­inni í gær væri mál­inu „lokið“ af sinni hálfu, en að ef Ísra­els­menn myndu svara, mætti eiga von á því að Íran­ar myndu svara í sömu mynt.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert