„Íran ógnar heimsfriði“

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Ronen Zvulun/Pool

Benjam­in Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, seg­ir að Íran ógni heims­friði og alþjóðasam­fé­lagið verði að standa sam­einað til að tak­ast á við yf­ir­gang íslamska lýðveld­is­ins.

Íran­ar gerðu beina ára­ás á Ísra­el um nýliðna helgi en þeir skutu fleiri en 300 árás­ar­drón­um og flug­skeyt­um að Ísra­el þar sem 12 særðust að sögn Ísra­els­hers. Þeir voru þar með að bregðast við árás Ísra­els­manna á ræðismanns­skrif­stofu Írans í Dam­askus í Sýr­landi þann 1.apríl.

„Alþjóðasam­fé­lagið verður að halda áfram að standa sam­einað í að stand­ast þessa árás Írans, sem ógn­ar heims­friði,“ sagði Net­anja­hú í yf­ir­lýs­ingu sem birt var á sam­fé­lags­miðlin­um X.

Hossein Amir-Abdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, sagði að árás lands sína á Ísra­el jafn­gilti að beita rétti til lög­mætra varna og sagði að það myndi ekki hika við að vernda hags­muni sína í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert