Íranar hafi vísvitandi gætt hófs

Ísraelsk herþota býr sig til flugs í gær.
Ísraelsk herþota býr sig til flugs í gær. AFP

Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Miðaust­ur­landa við Williams-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um, tel­ur að Íran­ar hafi vís­vit­andi gætt hófs í árás­um sín­um á Ísra­el og ekki viljað að átök­in breidd­ust út enn frek­ar.

Þetta kem­ur fram í sam­tali Magnús­ar Þor­kels við mbl.is.

Magnús Þorkell Bernharðsson, pró­fess­or í sögu Miðaust­ur­landa við Williams-há­skól­ann í …
Magnús Þorkell Bern­h­arðsson, pró­fess­or í sögu Miðaust­ur­landa við Williams-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um. Ljós­mynd/​Williams Col­l­e­ge

Árás Írana beind­ist að hernaðarleg­um mann­virkj­um

Hann seg­ir Írana hafa sent dróna og eld­flaug­ar í átt að hernaðarleg­um mann­virkj­um í Ísra­el en ekki borg­ar­leg­um. Þannig hafi þeir viljað sýna að þeir hagi sér með öðrum hætti en Ísra­el­ar.

„Þeir hafa ef­laust líka viljað sjá hvernig her­kerfi Ísra­els myndi bregðast við árás­um þeirra. Þeir túlkuðu það sem svo að árás á sendiskrif­stofu þeirra á Dam­askus hafi verið árás á Íran og þeir hefðu skyldu til að bregðast við með ein­hverj­um hætti. Þeir telja því að með þess­ari aðgerð sé þeirri árás svarað og staðan sé kom­inn aft­ur og sama stað og hún var 1. apríl, það er að segja áður en Ísra­el­ar réðust á sendiskrif­stof­una í Dam­askus.“

Utanríkisráðuneyti Írans sagði árásir sunnudagsins hafa verið hófstilltar.
Ut­an­rík­is­ráðuneyti Írans sagði árás­ir sunnu­dags­ins hafa verið hófstillt­ar. Ljós­mynd/​Irna.ir

Árás­in sendi skýr skila­boð

Magnús Þorkell er þá spurður hvers virði árás sé sem hæf­ir eng­in skort­mörk. Hvað seg­ir hún um getu Írana?

„Það er líka ákveðin fæl­ing fólg­in í því að gefa Ísra­el­um ekki of sterka ástæðu til þess að ráðast til baka á Írana. Ef ein­hverj­ir al­menn­ir borg­ar­ar hefðu fallið í árás­inni, eða út­hverfi í Tel Aviv hefði orðið fyr­ir árás, þá vær­um við að tala um allt annað núna.“

Hann seg­ir árás­ina hafa sent ákveðin skila­boð. Íran­ar hafi við árás­ina ekki nýtt sér tengslanet sitt í Sýr­landi, Jemen eða Líb­anon. Hann tek­ur líka til að Íran­ar hefðu líka getað ráðist með hryðju­verk­um á eitt­hvað sendi­ráð Ísra­ela í heim­in­um til að hefna fyr­ir Dam­askus, en það hafi ekki verið gert.

„Ég myndi því segja að þetta hafi verið var­kár strategísk aðgerð. Íran­ar vildu sýna að þeir vilji ekki fara í stríð, en hafi get­una og áræðið í mögu­leg­um átök­um. Það sem þeir gerðu ekki finnst mér mun merki­legra og senda skýr­ari skila­boð en það sem þeir gerðu.“

Magnús Þorkell telur Írana ekki stríðsþyrsta þótt árásunum hafi þar …
Magnús Þorkell tel­ur Írana ekki stríðsþyrsta þótt árás­un­um hafi þar verið fagnað. AFP/​Atta Kenare

Stríðsrekst­ur er­lend­is ekki vin­sæll

Magnús Þorkell er þá spurður hvort það komi sér ekki vel fyr­ir stjórn­völd í Teher­an að standa and­spæn­is er­lend­um óvini og verða þannig vin­sælli í aug­um borg­ar­anna.

Hann tel­ur svo mögu­lega geta verið en bend­ir á að í Íran hafi verið há­vær­ar radd­ir sem gagn­rýnt hafa stríðsrekst­ur stjórn­valda í Sýr­landi. Efna­hags­ástand í Íran er bág­borið og mörg­um sárn­ar fjár­aust­ur í stríðsrekst­ur á er­lendri grundu á kostnað innviðafjár­fest­inga heima fyr­ir.

„Stjórn­völd telja lög­mæti sitt byggj­ast á því að standa vörð um íslam og ör­yggi Írana og vilja því ekki endi­lega tengj­ast stríðsrekstri. Írak­ar réðust árið 1980 á Íran, sem var að mörgu leyti mjög hent­ugt stríð til þess að sam­eina ír­önsku þjóðina, og veitti rík­is­vald­inu ákveðin tól og tæki til þess að kveða niður alla and­stöðu heima fyr­ir.“

Staða Írans önn­ur nú en skömmu eft­ir bylt­ingu

Magnús seg­ir stöðu Írans aðra nú en í stríðinu við Íraka, skömmu eft­ir bylt­ingu: 

„Staðan er allt önn­ur núna. Íran­ar eru bún­ir að koma sér mjög vel fyr­ir í Vest­ur-Asíu. Þeir hafa náin tengsl við Rúss­land, Tyrk­land, Ind­land og Kína. Þeir telja sig mik­il­væg­an hlekk í nýrri keðju. Því vilja þeir ekki verða of upp­tekn­ir af göml­um deil­um eins og átök­um Ísra­ela og Palestínu­manna, held­ur geta ein­beitt sér að fersk­ari mál­um.“

Hann er þá spurður um hlut­verk annarra ríkja svo sem Rúss­lands og Kína, en hvaða skila­boð hafa Íran­ar fengið frá þeim?

Magnús bend­ir á að í kjöl­far árás­ar Írana hafi þeir fengið langt sím­tal frá Ind­verj­um sem hvatt hafi til still­ing­ar. Hann tel­ur fæst ríki Asíu vilja að þessi átök breiðist frek­ar út.

Aðallega her­ská­ir í orði

„Þótt orðræða Írana sé oft mjög her­ská, þá þegar litið er til þess sem þeir hafa gert á und­an­förn­um árum, þá eru þeir oft frek­ar hófstillt­ir. Þeir hugsa þá oft­ast um eig­in hags­muni og það að há­marka eig­in stöðu.

Ég tel því að Palestínu­málið hafi minnkað tölu­vert að vægi. En þeir þurftu að svara fyr­ir sig í þessu til­felli og það hefði tölu­vert veikt stöðu stjórn­valda í Teher­an ef þeir hefðu ekk­ert brugðist við árás­inni í Dam­askus.“

Hverj­ir verða banda­menn Írana?

En fari svo að átök stig­magn­ist, hvaða ríki gætu Íran­an­ar stólað á sem banda­menn?

„Sýr­land og Líb­anon eru stuðnings­menn þeirra. Írak­ar eru líka mjög nán­ir Írön­um. Tyrk­ir og Íran­ar standa mjög nærri hvor öðrum. Eins hafa Íran­ar stutt stríðsrekst­ur Rússa í Úkraínu, og þar sem Íran er í bak­g­arði þeirra, þá fylgj­ast þeir mjög náið með þróun mála.

Þetta eru allt sann­ar­lega banda­menn, þótt óvíst er hversu áreiðan­leg­ir þeir verði í raun­veru­leg­um átök­um. Svo eru vita­skuld öfl bæði í Íran og Ísra­el sem gjarn­an vilja að ákveðin stig­mögn­un átaka verði á milli land­anna tveggja, þannig að þetta hang­ir allt á bláþræði.“

Bandaríkin hafi þrýst á Ísraela að forðast stigmögnun átaka samkvæmt …
Banda­rík­in hafi þrýst á Ísra­ela að forðast stig­mögn­un átaka sam­kvæmt Magnúsi. AFP/​Mandel Ngan

Þrýst á Ísra­ela að halda að sér hönd­um

Hann tel­ur að stjórn­völd í Ísra­el hafi orðið fyr­ir mikl­um þrýst­ingi Banda­ríkja­manna að svara ekki árás­um sunnu­dags­ins. Ísra­el­ar, sem standa veikt fyr­ir á alþjóðavett­vangi, hafi fengið samúð í kjöl­far árás­anna, sem þeir ættu að nýta sér. Sú samúð geti til dæm­is liðkað fyr­ir af­greiðslu á frek­ari hernaðaraðstoð sem nú ligg­ur fyr­ir Banda­ríkjaþingi.

„Nýliðin helgi er líka al­ger­lega and­stæð hryðju­verka­árás­inni 7. októ­ber. Þá gátu Ísra­el­ar ekki varið sig sem skyldi, en helg­in var mjög glæsi­leg stund fyr­ir bæði leyniþjón­ustu og varn­ar­kerfi Ísra­els­manna. Þeir hafa því mögu­lega end­ur­heimt eitt­hvað af því trausti borg­ar­anna sem þeir glötuðu eft­ir 7. októ­ber.“

Magnús Þorkell segir varnarkerfi Ísraela hafa staðist vel raun árásanna …
Magnús Þorkell seg­ir varn­ar­kerfi Ísra­ela hafa staðist vel raun árás­anna á sunnu­dag. AFP

Íran­ar ætla sér mikið hlut­verk í Asíu

Blaðamaður spyr Magnús Þor­kel hverja hann telji lang­tíma­hags­muni Írana, sem oft sé erfitt að greina miðað við stuðning við vopnaðar sveit­ir hér og þar.

„Ég held að þess­ir vopnuðu hóp­ar séu mjög mik­il­væg­ir í varn­ar­hugs­un þeirra. Ef landa­kortið er skoðað, þá telja þeir sig geta orðið leiðandi afl í norður­hluta Vest­ur-Asíu. Þeir ætla að taka þátt í Belti og braut Kín­verja og tengja þannig Kína við meg­in­land Evr­ópu. Með góðum tengsl­um við Líb­anon og Sýr­land hafa Íran­ar beint aðgengi að Miðjarðar­haf­inu. Með því að hafa sterk tengsl við Jemen þá hafa þeir fing­urna í skipaum­ferð um Persa­flóa og inn á Rauðahafið.

Það er þeim því mjög mik­il­vægt að þessi lands­svæði séu á þeirra bandi. Íransk­ir fjöl­miðlar tala mikið um það að 21. öld­in verði öld Asíu, og sem asískt ríki vilja þeir hlut­deild í því. Þeir telja stöðug­leika best­an í því sam­hengi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert