Íranar segjast hafa gætt hófs í árásum sínum

Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Írans
Nasser Kanaani talsmaður utanríkisráðuneytis Írans Ljósmynd/Irna.ir

Stjórn­völd í Íran segja að Vest­ur­lönd eigi að átta sig á hversu hófstillt­ar hernaðaraðgerðir Írana gegn Ísra­el hafi verið.

Árás Íran á Ísra­el á sunnu­dag var andsvar við mann­skæðri árás á sendiskrif­stofu Írans í höfuðborg Sýr­lands, Dam­askus, sem talið er víst að Ísra­el beri ábyrgð á.

Vest­ur­lönd ætttu að vera þakk­lát

Nass­er Kan­ani, talsmaður ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Írans seg­ir að „í stað þess að ásaka Íran ættu [Vest­ur­lönd] frek­ar að ásaka sjálf sig og svara al­menn­ings­álit­inu heima fyr­ir um þær aðgerðir sem þau hafa gripið til til gegn stríðsglæp­um Ísra­els­manna.”

Kan­ani sagði enn frem­ur að stjórn­völd á Vest­ur­lönd­um ættu að vera þakk­lát fyr­ir að Íran­ar hafi haldið að sér hönd­um und­an­farna mánuði.

Banda­ríkja­menn fengu að vita fyr­ir­fram af árás­inni

Vest­ræn­ir leiðtog­ar hafa for­dæmt árás­ir Írana á Ísra­el, en Íran­ar segja árás­ina hafa verið gerða í „sjálfs­vörn.“

Íran­ir segja að þeir hafi látið Banda­ríkja­menn vita að árás­in vofði yfir 72 klukku­tím­um, eða þrem­ur sól­ar­hring­um fyr­ir­fram. Þeir segja að um „tak­markaða“ árás á Íran hafi verið að ræða.

Neita aðild að hryðju­verka­árás­un­um 7. októ­ber

At­b­urðarrás helgar­inn­ar teng­ist átök­un­um á Gasa, sem hóf­ust með hryðju­verka­árás Ham­as á Ísra­el 7. októ­ber, þar sem 1.170 voru myrt, flest­ir al­menn­ir borg­ar­ar. Klerka­stjórn­in í Íran styðja Ham­as sem ráði og dáð, en segj­ast sak­laus af skipu­lagn­ingu hryðju­verk­anna 7. októ­ber.

Talsmaður ut­an­rík­is­ráðherra Írans sagði jafn­framt að árás Írana hafi átt að fæla Ísra­els­menn frá frek­ari aðgerðum sem skaðað gætu hags­muni Írans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert