„Sárt að horfa upp á þetta“

Hin fræga turnspíra byggingarinnar sést hér í ljósum logum. Hún …
Hin fræga turnspíra byggingarinnar sést hér í ljósum logum. Hún féll skömmu síðar í eldhafið. AFP

„Myndirnar sem við sjáum núna eru skelfilegar. Hluti af sögu Danmerkur stendur í ljósum logum,“ segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í færslu sem hún hefur birt á Facebook. 

Þar fjallar hún í stórbrunann í Kaupmannahöfn þar sem eldur logar í Børsen, gömlu kauphöllinni. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Ómetanlegur menningararfur

„Tákn viðskiptasögu Danmerkur í 400 ár. Ómetanlegur menningararfur. Það er sárt að horfa upp á þetta,“ skrifar ráðherrann. 

Hún þakkar jafnframt öllum viðbragðsaðilum sem eru á vettvangi að reyna að ráða niðurlögum eldsins og bjarga verðmætum. 

Fyrir utan slökkvilið og lögreglu þá voru hermenn sendir á vettvang til aðstoðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert