Bandaríska utanríkisráðuneytið vill að Ísrael veiti frekari upplýsingar sem tengjast dauða Hind Rajab, sex ára palestínskrar stúlku, á Gasasvæðinu í janúar.
Frá þessu greindi Matthew Miller, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, á blaðamannafundi í dag.
Rajab og fjölskylda hennar voru að flýja Gasaborg og virðast þau hafa mætt skothríð frá herliði Ísraela.
Á upptökum Rauða hálfmánans mátti heyra stúlkuna ræða við viðbragsaðila hjálparsamtakanna þar sem hún óskaði eftir hjálp skömmu áður en hún lést. Fjölskyldumeðlimir fundu lík stúlkunnar í sundurskotnum bíl 12 dögum síðar.
Þá fannst sjúkrabifreið sem send var til að aðstoða stúlkuna gjörónýt og fundust tveir sjúkraflutningamenn látnir.
Í yfirlýsingu sakaði Rauði hálfmáninn ísraelska herinn um að hafa ráðast viljandi á sjúkrabílinn um leið og hann kom á vettvang.