Slökkvistarf Børsen í Kaupmannahöfn stendur enn yfir og mun standa yfir í nótt.
Þetta kemur fram í færslu neyðarþjónustunnar í Kaupmannahöfn á samfélagmiðlinum X.
Status kl 2200: Arbejdet omkring #børsen fortsætter og vil vare henover natten. Vi slukker fortsat mindre brande i bygningen men det primære arbejdet er monitorering og kontrol. Arbejdet med at sikre de fritstående ydermure fortsætter, så de ikke vælter og ødelægges.
— Hovedstadens Beredskab (@HBeredskab) April 17, 2024
„Við höldum áfram að slökkva minniháttar elda í húsinu en aðalvinnan er eftirlit,“ segir í færslunni.
Danska ríkisútvarpið greinir frá.
Eldur kviknaði í gömlu kauphöllinni í gærmorgun en vinna stóð yfir við endurbætur á húsnæðinu, sem átti að lúka á 400 ára afmæli byggingarinnar.
Slökkviliðið óttast sérstaklega hvað verði um útveggi, sem eru lausir eftir brunann.
Vinna við að tryggja frístandandi útveggi heldur áfram, svo þeir falli ekki og eyðileggist,“ segir í tilkynningu frá neyðarþjónustu Kaupmannahafnar.