Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi

Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, réttir upp hönd …
Robert Wood, aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, réttir upp hönd í atkvæðagreiðslunni í kvöld. AFP

Banda­ríkja­menn beittu í kvöld neit­un­ar­valdi gegn álykt­un ör­ygg­is­ráðsins um fulla aðild Palestínu­manna að Sam­einuðu þjóðunum.

Drög­in um álykt­un­ina, sem Als­ír kynnti, þar sem mælt var með því að Palestínu­ríki fengi fulla aðild að Sam­einuðu þjóðunum hlaut 12 at­kvæði, tvö ríki sátu hjá en Banda­rík­in greiddu at­kvæði á móti en þau hafa neit­un­ar­vald í ör­ygg­is­ráðinu.

Palestína hef­ur verið með stöðu áheyrn­ar­rík­is frá ár­inu 2012 og hef­ur aðild að stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofn­un­um.

End­ur­spegl­ar ekki and­stöðu

„Þessi at­kvæðagreiðsla end­ur­spegl­ar ekki and­stöðu við palestínskt ríki held­ur er hún viður­kenn­ing á því að hún muni aðeins koma frá bein­um samn­ingaviðræðum aðila. Banda­rík­in halda áfram að styðja tveggja ríkja lausn­ina,“ sagði Robert Wood, aðstoðarsendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sam­einuðu þjóðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert