Evrópusambandið vill að það verði á nýjan leik auðvelt fyrir ungt fólk að búa, stunda nám og vinna í Bretlandi og öfugt.
Þetta frelsi skertist eftir að Bretar ákváðu að ganga út úr ESB í Brexit.
Þegar Bretar yfirgáfu ESB formlega árið 2020 var ein breytingin sem borgarar ESB-ríkja fundu hvað mest fyrir sú að þeir gátu ekki lengur ferðast eins þeir vildu til Bretlands til að stunda þar nám eða vinna.
Framkvæmdastjórn ESB segir koma tíma til að breyta þessu, að minnsta kosti fyrir þá sem eru 18 til 30 ára. Hún vill að þær 27 þjóðir sem eru í ESB samþykki viðræður um málið eftir að bresk stjórnvöld lýstu yfir áhuga á auknum hreyfanleika ungs fólks á milli landa.
Bretland yfirgaf samtökin Erasmus, þar sem stúdentar stunda nám í öðrum löndum, eftir Brexit. Framkvæmdastjórn ESB segir að ef Bretar vilja ganga aftur þangað inn þá sé hún opin fyrir hugmyndinni.
Bresk stjórnvöld virðast þó ekki vera tilbúin í þá hugmynd og segjast frekar vilja ræða við hvert land fyrir sig um málið.