Ísraelar hefna árásarinnar

Netanjahú hét að hefna árásarinnar.
Netanjahú hét að hefna árásarinnar. AFP/Ahmad Gharabli

Tveir banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hafa staðfest við CBS News að ísra­elskt flug­skeyti hafi hæft Íran í nótt. Þeir vildu þó ekki veita upp­lýs­ing­ar um um­fang eða staðsetn­ingu árás­ar­inn­ar. 

Þá hef­ur ísra­elsk­ur emb­ætt­ismaður staðfest við Washingt­on Post að Ísra­el­ar hafi framið loft­árás á Íran. Hann sagði árás­ina til þess gerða að senda skila­boð um að Ísra­el­ar hefðu get­una til að gera árás inn­an landa­mæra rík­is­ins.

Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, hét því að hefna loft­árás­ar Írans á Ísra­el um liðna helgi. 

Ekk­ert tjón á kjarn­orku­ver­um

Íransk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í nótt að spreng­ing­ar hefðu heyrst við flug­völl í Is­fa­h­an, borg um miðbik Írans. Þá bár­ust einnig fregn­ir um spreng­ingu í ná­grenni Natanz, en þar í ná­grenn­inu hafa Íran­ar stundað kjarn­orku­rann­sókn­ir.

Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­in greindi frá því á miðlin­um X að ekk­ert tjón hefði orðið á kjarn­orku­ver­um í Íran. Rafa­el Grossi, yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar, hvatti til still­ing­ar og ít­rekaði að kjarn­orku­ver ættu aldrei að vera skot­mörk í stríðsátök­um.

Frétt­in verður upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert