Sprengingar heyrast í Íran

Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á fundi öryggisráðsins í gærkvöldi.
Hossein Amir-Abdollahian, utanríkisráðherra Írans, á fundi öryggisráðsins í gærkvöldi. AFP

Íransk­ir fjöl­miðlar greindu frá því nú fyr­ir stundu að spreng­ing­ar hafi heyrst við flug­völl í Is­fa­h­an, borg um miðbik Írans. Þá hafa einnig óstaðfest­ar fregn­ir borist um spreng­ingu í ná­grenni Natanz, en þar í ná­grenn­inu hafa Íran­ar stundað kjarn­orku­rann­sókn­ir.

Talið er að um gagnárás Ísra­els­hers vegna loft­árás­ar­inn­ar um helg­ina sé að ræða, en her­inn hef­ur ekki sent frá sér neina form­lega yf­ir­lýs­ingu.

Hossein Amir-Abdolla­hi­an, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, varaði Ísra­els­menn fyrr í kvöld við því að öll­um árás­um þeirra yrði svarað í sömu mynt, en viðvör­un­ar­orð hans féllu á fundi ör­ygg­is­ráðs Sam­einuðu þjóðanna, þar sem m.a. var fjallað um aðild Palestínu að SÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert