61 milljarða dollara aðstoð til Úkraínu samþykkt

Frumvarpið sem samþykkt var í þinginu er afrakstur margra mánaða …
Frumvarpið sem samþykkt var í þinginu er afrakstur margra mánaða af erfiðum samningaviðræðum. AFP/Chip Somodevilla

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt aðstoð til Úkraínu í stríðinu við Rússland upp á 61 milljarð bandaríkjadala, eða því sem nemur um 8.643 milljörðum íslenskra króna.

Frumvarpið sem samþykkt var í þinginu er afrakstur margra mánaða af erfiðum samningaviðræðum.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur lengi kallað eftir aukinni aðstoð frá Bandaríkjamönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert