Hryðjuverkasamtökin Hamas fordæma samþykkt fulltrúardeildar Bandaríkjaþings að veita Ísrael aukna hernaðaraðstoð sem nemur um milljörðum dollara. Meginþorri aðstoðarinnar er ætlaður loftvörnum Ísraels.
„Þessi aðstoð er á skjön við alþjóðleg lög og gefur grænt ljós á yfirgang síonísku öfgastjórnarinnar (Ísraels) á kostnað samlanda okkar,“ segir í yfirlýsingu frá Hamas.
„Við teljum þetta vera skref í átt að því að staðfesta opinbera stefnu Bandaríkjanna að styðja útrýmingu landa okkar á Gasa og við bakið á fasískum landtökuher,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.
Fulltrúardeild Bandaríkjaþings samþykkti fjögur frumvörp í gær sem fólu meðal annars í sér hernaðarstuðning við Úkraínu, Ísrael og Tavían.
Um 13 milljörðum bandaríkjadala verður varið í hernaðaraðstoð við Ísrael.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fagnaði aðstoðinni í gær og sagði að með henni væru Bandaríkin að standa vörð um vestræna siðmenningu.