Norður-Kóreumenn skutu langdrægu flugskeyti á loft sem lenti í sjónum við austurströnd Suður-Kóreu, að sögn suðurkóreska hersins.
Japanska varnarmálaráðuneytið staðfesti þetta í færslu á samfélagsmiðlinum X.
Norður-Kórea skaut á föstudaginn á loft í tilraunaskyni „mjög stórum kjarnaoddi” sem er ætlað að nota í flugskeytum sem fara styttri vegalengd, að sögn ríkisfjölmiðils í Norður-Kóreu.
Tilraunir með slík flugskeyti eru ekki bönnuð þegar kemur að refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu.