Áköf mótmæli í bandarískum háskólum

Stúdentar við Tækniskólann í Massachusetts og Harvard mótmæla.
Stúdentar við Tækniskólann í Massachusetts og Harvard mótmæla. AFP/Scott Eisen

Mót­mæli héldu áfram hjá stúd­ent­um sem styðja Palestínu­menn í þó nokkr­um há­skól­um í Banda­ríkj­un­um í gær.

Kennslu­stund­um var af­lýst og mót­mæl­end­ur voru hand­tekn­ir.

Tjaldbúðir við háskólann í Columbia.
Tjald­búðir við há­skól­ann í Col­umb­ia. AFP/​Spencer Platt

Mót­mæl­in hóf­ust í síðustu viku við Col­umb­ia-há­skóla þar sem stór hóp­ur stúd­enta tjaldaði á skóla­lóðinni til að mót­mæla ástand­inu á Gasa­svæðinu.  

Mót­mæl­in breidd­ust út til annarra há­skóla, þar á meðal Yale og MIT.

AFP/​Scott Eisen

Sum­ir gyðing­ar sem stunda nám við Col­umb­ia hafa kvartað yfir ögr­un­um og gyðinga­andúð á meðan á mót­mæl­un­um hef­ur staðið. Hafa mót­mæl­end­ur kraf­ist þess að þessi virti skóli í New York slíti tengsl­um við fyr­ir­tæki sem tengj­ast Ísra­el.

AFP/​Scott Eisen

Kennslu­stund­ir voru færðar á netið í gær og bað rektor Col­umb­ia stúd­enta um að sýna still­ingu í opnu bréfi til skóla­sam­fé­lags­ins.

„Und­an­farna daga hafa verið of mörg dæmi um ögr­an­ir og ágenga hegðun á há­skóla­lóðinni okk­ar,” sagði hún.

„Orðræða sem fel­ur í sér gyðinga­andúð, líkt og öll önn­ur orðræða sem er notuð til að særa og hræða fólk, er óá­sætt­an­leg og gripið verður til viðeig­andi aðgerða,” bætti hún við.

Frá Cambridge.
Frá Cambridge. AFP/​Scott Eisen

Í síðustu viku voru meira en 100 mót­mæl­end­ur hand­tekn­ir eft­ir að há­skóla­yf­ir­völd hringdu í lög­regl­una og báðu hana um að sker­ast í leik­inn. Það virt­ist auka óánægj­una á meðal stúd­enta og verða til þess að enn fleiri mættu til að mót­mæla um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka