Sjö handteknir í Ástralíu vegna stunguárásar

Lögreglan að störfum fyrir utan kirkjuna þar sem árásin var …
Lögreglan að störfum fyrir utan kirkjuna þar sem árásin var gerð. AFP/David Gray

Sjö manns voru handteknir í Ástralíu vegna þess að af þeim stafaði „óásættanleg hætta og ógn” í garð almennings. Alls tóku 400 lögreglumenn þátt í handtökunum.

Tveir háttsettir lögreglumenn sögðu að einstaklingarnir sem voru handteknir tengdust 16 ára pilti sem er sakaður um að hafa stungið assýrískan biskup og að hafa aðhyllst „öfgafulla hugmyndafræði knúna áfram af trúarofstæki”.

Árásin var gerð í borginni Sydney fyrr í þessum mánuði. Biskupinn var stunginn sex sinnum en pilturinn sem er grunaður um árásina var handtekinn. 

AFP/David Gray
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert