Ógildir dóm yfir Weinstein

Harvey Weinstein árið 2020.
Harvey Weinstein árið 2020. AFP/Johannes Eisele

Hæstirétt­ur New York-rík­is hef­ur ógilt dóm yfir kvik­mynda­fram­leiðand­an­um Har­vey Wein­stein. Hann var fund­inn sek­ur um nauðgun árið 2020.

Hæstirétt­ur hef­ur vísað mál­inu til lægra dóm­stigs á ný.

Tel­ur hæstirétt­ur dóm­ar­ann í mál­inu ekki hafa verið hlut­laus­an í garð Wein­stein í rétt­ar­höld­un­um árið 2020. Var m.a. vísað til þess að kon­ur hefðu fengið að bera fram ásak­an­ir á hend­ur Wein­stein sem ekki voru hluti af sak­ar­efn­inu sem réttað var um.

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn, sem er á átt­ræðis­aldri, afplán­ar nú 23 ára fang­els­is­dóm fyr­ir nauðgun og önn­ur kyn­ferðis­brot.

Árið 2022 var Wein­stein einnig fund­inn sek­ur um nauðgun og dæmd­ur í 16 ára fang­elsi. Mun hann því ekki ganga laus þrátt fyr­ir niður­stöðu hæsta­rétt­ar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert