Dómstóll í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, komst að þeirri niðurstöðu í dag að hægt verði að rétta í máli breska áhrifavaldsins Andrew Tate, sem hefur verið ákærður fyrir mansal í Rúmeníu.
Komst dómstóllinn að því að frávísunarkrafa verjenda Tate væri ekki á rökum reist.
Héraðsdómurinn í Búkarest komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögn í málinu hefðu verið lögð fram með eðlilegum hætti og að ekkert í rannsókn málsins hafi verið með þeim hætti að tafið gæti fyrirtöku málsins.
Ekki hefur þó enn verið gefið upp hvenær réttarhöldin yfir Tate munu hefjast.