Weinstein fluttur á sjúkrahús

Harvey Weinstein árið 2020.
Harvey Weinstein árið 2020. AFP/Johannes Eisele

Fyrr­ver­andi kvik­mynda­fram­leiðand­inn Har­vey Wein­stein var flutt­ur á sjúkra­hús í New York í gær eft­ir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll ógilti dómi í kyn­ferðis­brota­máli gegn hon­um. 

Arth­ur L Ai­dala, lögmaður Wein­stein, sagði í yf­ir­lýs­ingu að Wein­stein hefði þurft á bráðri lækn­isaðstoð að halda. Hann gengst nú und­ir ýms­ar rann­sókn­ir og mun dvelja á sjúkra­húsi und­ir eft­ir­liti. 

Lög­regla greindi frá því að Wein­stein sé á Bell­evue-sjúkra­hús­inu í borg­inni. 

Arthur Aidala, lögmaður Weinsteins, eftir úrskurð áfrýjunardómstólsins.
Arth­ur Ai­dala, lögmaður Wein­steins, eft­ir úr­sk­urð áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins. AFP/​Kena Bet­anc­ur

Wein­stein er 72 ára gam­all og var dæmd­ur sek­ur af dóm­stóli í New York fyr­ir nauðgun og kyn­ferðisof­beldi gegn leik­kon­unni Jessica Mann árið 2013 og fyr­ir að hafa kyn­ferðis­lega áreitt aðstoðar­kon­una Mimi Haleyi árið 2006. Hann hlaut 23 ára dóm fyr­ir brot­in. 

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll­inn hef­ur vísað mál­inu til lægra dóm­stigs á ný þar sem dóm­ur­inn taldi rétt­ar­höld­in ekki hafa verið hlaut­laus í garð Wein­stein. 

Wein­stein afplán­ar þó enn 16 ára dóm í Kali­forn­íu fyr­ir nauðgun og mun því ekki ganga laus þrátt fyr­ir niður­stöðu áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka