Lögregla hefur handtekið mótmælendur í nokkrum háskólum í Bandaríkjunum sökum þess að þeir hafa neitað að yfirgefa háskólasvæðið þar sem mikil mótmæli vegna stríðsins á Gasasvæðinu hafa verið.
Lögregla hefur meðal annars handtekið nemendur í Virginia Tech, Columbia og University of Georgia og University of Texas auk þess sem mótmæli hafa geisað víða annars staðar.
Óeirðarlögregla var kölluð til í Texas og Greg Abbot ríkisstjóri í Texas sagði frá því á samfélagsmiðlinum X að mótmælendur mættu búast við handtökum. Ekki hefur verið sagt frá því hversu margir voru handteknir þar en þegar hafa 91 verið handteknir við mótmæli í Virginia Tech-háskólann og þar af voru 54 nemendur.
Í myndbandi sem birt hefur verið á samfélagsmiðlinum X má sjá óeirðarlögreglu og lögreglu fjarlægja þá sem eru viðstaddir mótmælin.
We knew about the joint police/ military training, the sale of weapons etc… but never the link has been exposed as neatly as with the student Gaza solidarity encampments and the use of violence against anti-genocide protests. Uni of Texas at Austin now. pic.twitter.com/sNwxYpQkdt
— Nicola Perugini (@PeruginiNic) April 29, 2024
Minni átök voru við Virginia Tech-háskólann þar sem handtökur voru liðna nótt.
Virginia Tech student in her graduation cap and gown being arrested right now at the Virginia Tech Gaza Liberation Protest. pic.twitter.com/T7uhOtYA78
— Shahzad Para 2.0 (@Shahzad_Para2) April 29, 2024