Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Hamas samþykki tillögu um vopnahlé á Gasa og freslun gísla sem eru í haldi Hamas.
„Engar tafir lengur, engar afsakanir lengur. Tíminn til að bregðast við er núna," sagði Blinken við fréttamenn AFP.
Umrædd tillaga er sú nýjasta sem lögð hefur verið fram í viðræðum Hamas og Ísraelsmanna og snýst hún um að gert verði hlé á átökunum í 40 daga og að gíslar Hamas-samtakanna verði látnir lausir í skiptum fyrir palestínska fanga, sem sitja inni í ísraelskum fangelsum.