Krefst þess að Hamas samþykki tillögu að vopnahléi

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP/Evelyn Hockstein

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Hamas samþykki tillögu um vopnahlé á Gasa og freslun gísla sem eru í haldi Hamas. 

„Engar tafir lengur, engar afsakanir lengur. Tíminn til að bregðast við er núna," sagði Blinken við fréttamenn AFP. 

Umrædd tillaga er sú nýjasta sem lögð hefur verið fram í viðræðum Hamas og Ísraelsmanna og snýst hún um að gert verði hlé á átökunum í 40 daga og að gísl­ar Ham­as-sam­tak­anna verði látn­ir laus­ir í skipt­um fyr­ir palestínska fanga, sem sitja inni í ísra­elsk­um fang­els­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert