Að minnsta kosti 19 manns fórust þegar hluti þjóðvegar hrundi í héraðinu Guangdong í suðurhluta Kína í kjölfar mikilla rigninga.
Ríkisfjölmiðillinn CCTV sagði að vegakafli á milli borgarinnar Meizhou og Dabu-sýslu hefði gefið sig um klukkan 2.10 í nótt að staðartíma, eða klukkan 18.10 í gærkvöldi að íslenskum tíma.
Það olli því að 18 farartæki festust með 49 manns þar inni.
Staðfest hefur verið að 19 hafi farist og að 30 hafi verið fluttir á slysadeild. Enginn þeirra mun þó vera í lífshættu.
Uppfært kl. 9.45:
Að minnsta kosti 24 eru látnir í Guangdong.