Blinken heimsótti Gasa

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ísraelsk stjórnvöld þurfa að gera meir til …
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ísraelsk stjórnvöld þurfa að gera meir til þess að tryggja flutning hjálpargagna. AFP/Evelyn Hockstein

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, heimsótti Gasasvæðið í dag til þess að kynna sér aðstæður. Lýsti hann yfir áhyggjum sínum varðandi flutning hjálpargagna til svæðisins á fundi sínum með forsætisráðherra Ísraels, Benjamín Netanjahú.

Vantar enn upp á neyðaraðstoðina

Blinken heimsótti m.a. landamærastöðina Kerem Shalom en hún er ein af þeim stöðvum þar sem hjálpargögn til Gasasvæðisins fara um. Var fjöldi vöruflutningabíla sem beið þess að fá inngöngu á svæðið þegar Blinken kom þar að.

Blinken sagðist fagna þeim árangri sem hefði náðst í flutningi hjálpargagna til Gasa, en að enn vantaði þó upp á að nægileg neyðaraðstoð bærist þangað.

Þá biðlaði hann til ísraelskra stjórnvalda um að gera meira til þess að tryggja fljótan og öruggan flutning hjálpargagnanna inn á Gasa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert