Gervigreindar-talskona tekur til starfa

Nýja talskonan, Victoria.
Nýja talskonan, Victoria. Ljósmynd/Skjáskot

Úkraínsk stjórnvöld kynntu í morgun til sögunnar nýja gervigreindar-talskonu sína, Victoriu.

Hún mun greina frá opinberum tilkynningum úkraínska utanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið sagði að það myndi „í fyrsta sinn í sögunni” nota stafrænan talsmann til að lesa yfirlýsingar sínar, sem verða samt sem áður áfram skrifaðar af mannfólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert